Laugardagur 1. janúar 2005
Gleðilegt nýtt ár!! 🙂
Við erum sem stendur stödd hjá Öddu og Halla þar sem við sváfum í nótt eftir viðburðartíkt gamlárskvöld. Við byrjuðum gærkvöldið í risaveislu hjá foreldrum Finns í Mosó og sátum af okkur “óveðrið” þar. Eftir að það hætti að snjóa keyrðum við til Reykjavíkur og skutum upp flugeldum og horfðum á skaupið hjá ömmu og Huldu í Beykilhlíðinni. Síðan var þeyst upp á tankinn við Veðurstofuna þar sem við fengum frábært útsýni yfir skotgleði landans. 🙂
Reyndar munaði litlu að illa færi þegar hólkur með risastórum flugeldi sem var búið að kveikja í fór á hliðina í rokinu og stefndi beint á fjölskylduna. Á síðustu stundu náði einhver að rétta hólkinn aðeins við og flugeldurinn skakklappaðist upp í loftið og sprakk langt í burtu (Pési tók mynd af því á símann sinn). Eftir miðnætti hringdi ég í pabba sem hafði verið hjá móðursystur sinni í Hlíðunum um kvöldið og í ljós kom að hann var þessi “einhver” sem rétti flugeldinn við!!! 🙂
En við óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það gamla! 🙂
Happy New Year!! 🙂
We started New Year’s Eve at Finnur’s parents where they had a big party with excellent food. At the same time a pretty severe storm hit the capital area but as we were ready to head to the city around 9:30pm, only pretty strong wind remained of the storm. We then drove to my grandma’s and shot up some fireworks, watched the yearly comedy show and then ran out up on a nearby hill, where we got a spectacular view of the fireworks everybody was shooting up.
We almost had a serious mishap though when a huge firework that had already been lit, fell on it’s side and was pointed straight at us (still not taken off)! Thankfully somebody managed to lift it at the last moment so it went into the air instead of right at us. Later that night, as I was talking to my dad who was in the neighbourhood, he told me he was that “somebody”!! Yay for him! 🙂
Anyway, Happy New Year to you all, and thanks for all the good times! 🙂