Sunnudagur 9. janúar 2005
Egg og pylsur í morgunmat
Fórum að sofa um 2 í nótt og Anna Sólrún vaknaði hress upp úr kl. 6 og vildi fá að leika. Við þóttumst ekkert skilja og vildum sofa áfram en ég lét að lokum undan (enda ekki svefnfriður) og fór með hana niður og leyfði Hrefnu að sofa lengur… Sem betur fer áttum við nóg í graut fyrir Önnu Sólrúnu en þar sem ísskápurinn er nánast tómur eldaði ég íslenskar pylsur og spælt egg fyrir sjálfan mig – sausage and eggs að íslenskum hætti. 🙂 Spurning með að koma upp uppskriftarvef 😉
Ó já. “Nokkrir maurar hér og þar” reyndist vera vanmat. Ég fann slóðina eftir þá milli vasksins og eldavélarinnar og hef verið að drepa þá hægri-vinstri (“hlua, hlua lommér drepa” eins og ég sagði við flugurnar þegar ég var lítill). Veit ekki hvar þeir koma inn samt, þarf að rannsaka málið frekar… “En Harrý, ég var að spökulera…” 🙂