Miðvikudagur 12. janúar 2005
Grimmd heimsins
Það hefur gengið vel að snúa sólarhringnum við hjá Önnu Sólrúnu, hún hefur verið að fara að sofa um 7 á kvöldin og sofið (með sínum venjulegu vakningum á 2-4 tíma fresti) til tæplega 8 á morgnana. Það sem svefntíminn er svo til ok er ég núna að reyna að hætta með hana á brjósti, og sem stendur er ég að reyna að fá hana til að taka morgunlúrinn sinn.
Hún reyndar sofnaði í fanginu á mér án þess að fá brjóst að drekka, en vaknaði síðan um leið og ég lagði hana í rúmið sitt. Þar hefur hún fengið að dúsa og nú er ég bara að bíða eftir að hún gefist upp og samþykki að fara að lúra. Ekki gaman það…
P.S. Það hafðist. Hún sofnaði að lokum og ekkalaus, sem í minni bók þýðir að þetta var nú ekki svo agalegt eftir allt saman… Svo má kannski minnast á það að við Finnur erum algjörir svefnkettlingar eftir jólafríið, erum að fara í rúmið klukkan 9 á kvöldin og vöknum með Önnu á morgnana…