Sunnudagur 23. janúar 2005
Hvaða orð kann Anna Sólrún?
Anna Sólrún er rétt að verða þrettán mánaða og ekki seinna vænna að skrásetja fyrstu orðin hennar áður en við gleymum því. 🙂
Fyrstu orðin sem hún lærði (ca. 8 mánaða), voru “mamma” og “pabbi”, eða eins og hún orðaði það sjálf til að byrja með: “mamamamamamama” og “dadadadadada” sem síðar varð stundum stytt í “mama” og “dada”.
“Dudda” (snuð) er mikið notað orð þessa dagana sem og “datt” sem merkir hjá henni “þjónn, farðu og sæktu dótið svo ég geti kastaði því aftur yfir í hinn endann á herberginu!” (virkar einnig vel á bananabita og annað góðgæti).
“Bíbí” (fugl) kemur öðru hvoru og “bæbæ” er vinsælt, stundum segir hún “bless” líka en það er bara spariorð. Svo höldum við að hún sé farin að segja “bangsi” líka en erum ekki viss ennþá.
Af öðrum orðum og hljóðum má nefna “Vaaaaáááááááá” (til að lýsa hrifningu) og “duggadugg” sem hún fann upp á einhvern tímann þegar hún var að þykjast tala í gamlan farsíma sem amma Mosó lánaði henni.
Og svo lumar hún á alls konar sprengihljóðum sem við erum ekki enn búin að átta okkar á hvað þýði. 🙂
Og þar með er það upptalið, engin útlensk orð í orðaforðanum sem við höfum tekið eftir ef frá er talið enskusletturnar sem við notum sjálf (t.d. “bæ”).