2005-01-25Uncategorized Standard
Þriðjudagur 25. janúar 2005
13 mánaða
Í gær fór ég með Önnu Sólrúnu í 12 mánaða skoðunina, mánuði of seint að vanda, því þegar hún var yngri fór læknirinn hennar til Hondúras í mánuð og þá seinkaði henni. Hvað um það. Hún mældist 10 kg (21 lbs 14 oz) og 79.5 cm (31.3 inches) og hélt sig á 93% kúrvunni í hæð og 53% í þyngd. Svo er hún víst á 75% kúrvunni í höfuðummáli. Það gekk brösuglega að leyfa lækninum að skoða hana og ekki bætti úr skák að ég hafði gleymt snuðinu hennar í flýtinum við að ná strætó. Sem betur fer fannst ungbarnasnuð rétt í tæka tíð fyrir sprauturnar, sem í þetta sinn voru tvær. MMR (measles, mumps og rubella) og svo hlaupabóla.
Hún var nú ekki par ánægð með stungurnar en við lifðum þetta allt af á endanum.