Laugardagur 6. nóvember 2004
Fínt te
Í dag fór ég ásamt fimm öðrum stelpum úr skólanum (Kerri, Deirdre, Cristinu, Noah, og Katie) til Half Moon Bay til að drekka fínt te eins og fínar frýr gera víst. Ég er ennþá í smá kúltursjokki og það lekur kamómillu-te út um eyrun á mér en þetta var bara gaman – en ansi dýrt gaman.
Við enduðum svo kvöldið hjá Guðrún og Snorra yfir alveg hroðalega leiðinlegu Settlers-spili. Það bara hvorki gekk né rak og við vorum alveg guðslifandi fegin þegar Finnur vann loksins. Næst verður spilað Sequence og hananú! En það gæti orðið langt í næsta spilakvöld því Finnur er að fljúga til Seattle annað kvöld og við Anna eltum hann þangað á fimmtudaginn. Við fljúgum öll til baka á sunnudaginn en Finnur flýgur strax mánudaginn þar á eftir til Ottawa í Kanada og verður fram á miðvikudag. Busy, busy!!