Föstudagur 12. nóvember 2004
Gengið um Seattle
Einn af vinnufélögum Finns ákvað að vera extra dag í Seattle til að skoða sig um og okkur þótti því tilvalið að hanga með honum í dag og skutla honum svo á flugvöllinn. Við keyrðum því sem leið lá niður í bæ og okkar fyrsta verk var að kaupa vetrarúlpur á okkur því það var skítakuldi úti! Síðan fórum við á Pike Street Market sem var flott Kolaport og fengum okkur að borða áður en við gengum meira.
Eftir allt labberíið keyrðum við svo Carlos á völlinn og fórum á hótelið þar sem ég svaf smá (enda örmagna eftir flugið kvöldið áður, ég var sérstaklega búin í höndunum!) og svo röltum við niður í bæ um kvöldið og fengum fínan kvöldmat. Það var reyndar hálftíma bið eftir borðinu svo við skruppum í Nordstrom og ég keypti skíðaúlpu á Önnu því ég var með áhyggjur af henni í flíspeysunni einni saman… Svo erum við nú að fara heim um jólin og mögulega í skíðaferð eftir áramót…)
Um Seattle er annars það að segja að það kom mér á óvart hvað hún er hæðótt (minnir á San Francisco hvað það varðar) en á sama tíma er mikið meira mannlíf hérna og minna um róna. Þannig er ekkert slæmt að vera á ferli niðri í bæ innan um stórverslanirnar sem á ekki við um San Fran… Svo er merkilega mikið um fólk sem stendur fyrir utan byggingar og reykir – en sem betur fer virðast allir veitingastaðir vera reyklausir… jibbííí! 🙂