Fimmtudagur 18. nóvember 2004
Næsta fórnarlamb – Varúð!! Endalaust gubbutal!!
Þar sem þetta er ritað, aðfararnótt föstudags, þá er Finnur fallinn í valinn fyrir ælupestinni ógurlegu. Ég bíð ekkert sérstaklega spennt eftir að vita mín eigin örlög en vona að ef ég lifi af föstudaginn, þá sé ég hólpin. Sjö, níu, þrettán… En mig grunar að hér sé á ferðinni sama pest og lagði Guðrúnu, Snorra, Sif, Baldur, Elsu og Kristborgu að velli, svo ég er ekki vongóð… 🙁
Annars byrjaði dagurinn ekki vel. Anna litla lipurtá sem virtist alveg vera búin að ná sér í gær fór aftur að gubba (hélt engu niðri) og eftir að hafa talað við hjúkku á spítalanum varð það úr að ég ætti að reyna að gefa henni 10 ml af mjólk á 15 mínútna fresti þar til hún væri búin að vera gubbulaus í 4 klst… Oh boy! Ég er því bara búin að búa við eldavélina að sjóða pumpuna og pela í allan dag.
Í augnablikinu er ég sæmilega vongóð um að þetta hafi tekist, hún er búin að vera ok frá ca. 3 í dag en það kemur ekki almennilega í ljós fyrr en í fyrramálið. Fun, fun, fun!!! Þess ber að geta að hún fékk í fyrsta sinn kók í gær, og svo aftur í dag og það lítur út fyrir að við eigum pínkulítið kók-skrímsli!! 🙂 🙂