Fimmtudagur 25. nóvember 2004
Þakkargjörðar-dagur
Eftir rólegan morgun (ég fór út að skokka!!) bjuggum við til tonn af “stöffing” og fórum svo í þakkargjörðar-mat til Guðrúnar og Snorra í Fremont. Þar voru saman komnir 13 fullorðnir og 14 börn og allir komu með eitthvað í púkkið. Niðurstaðan var alveg ljúffeng máltíð og góður félagsskapur. Eini gallinn var að félagsskapurinn var það góður (krakkarnir léku sér alveg út í eitt) að það var vita vonlaust að reyna að svæfa litlu börnin. Þau voru því öll komin með svefnstöru og snuð þarna undir lokin. 🙂
Ég ætlaði annars að blogga í gær en blogger.com var ekki á því. Þannig að ég blogga bara um gærdaginn núna! Þar sem Finnur var að kveðja til að fara í vinnuna heyrðist mér ekki betur en Anna segði “bless”! Svo fórum við og hittum Daníel Andra og Atla Nikulás hjá Berglindi og það var voða gaman. Anna fór svo á leikskólann og ég fór þangað líka um fjögurleytið til að uppfylla mína vikulegu vinnuskyldu. Þar sem ég var að brjóta saman lök og teppi horfði ég á Önnu leika sér við (ekki bara svona hlið við hlið, svk. “parallel play”) hann Felix, sem er þremur mánuðum eldri en hún. Þau voru að leika sér í “peekaboo” við hvort annað og hlógu eins og vitleysingar! 🙂
Þegar þau hættu í píkabú þá skiðu þau um og hnoðuðust saman. Það var voða sætt þar til Felix hnoðaðist aðeins of mikið því hann er stærri og þá komu smá tár – en þau hurfu mjög fljótlega. 🙂 Sem sagt, skemmtilegt eftirmiðdegi! 🙂