Þriðjudagur 30. nóvember 2004
Brrr…
Ég fór út að ná í þvottinn áðan (við þvoum í ókeypis þvottahúsinu í kjallaranum á blokkinni við endann á götunni okkar – sem við bjuggum í fyrsta árið okkar hér!) og það var skítakuldi úti! Ég fór því á weather.com (smella á “Metric Units” neðst) og viti menn, þar stóð
4°C – Feels Like 2°C
Það skal tekið fram að þetta er skrifað um miðnætti og að það er spáð 14 stiga hita á morgun – en samt!!
Ég er annars að fikta í að setja upp nýja teljara á síðunni. Ég veit ekkert hvert gamli teljarinn (þessi sem er í um 40 þús.) vísar lengur eða hvað hann er að telja svo ég setti upp annan extreme trakker sem benti á aðra síðu á vefnum. Þessi nýji extreme trakker var að halda því fram að um 60-70 manns skoði síðuna á degi hverjum á meðan sá gamli var að telja 5-10 manns. Mér þótti þetta nógu grunsamlegt til að ég setti upp alveg nýjan teljara/trakker sem ég fékk á http://my.statcounter.com/ og leit vel út. Hann er sem sagt teljarinn sem er svo gott sem í núlli. Það verður fróðlegt að sjá hvað hann telur! 🙂
Það skekkir svo örugglega myndina að rss þefararnir koma í heimsókn nokkrum sinnum á dag svo ekki sé minnst á elskulegar leitarvélarnar…