Sunnudagur 10. október 2004
Magakveisa
Anna var með niðurgang í dag og áður en hún fór að sofa kom allur kvöldmaturinn upp úr henni… 🙁 Við vonum bara að hún verði betri á morgun! Hún fékk síðast magakveisu í byrjun júlí og þá tók það hana marga daga að jafna sig… kannski er magakerfið hennar orðið betra núna?!
Fyrir utan magavesenið var dagurinn með rólegra móti, við tókum nefnilega út skemmtilegheit helgarinn í gær. Þá buðum við Randy og Dee í mat til okkar og síðan horfðum við á “SuperSize Me” (hrollur) með Söruh. Randy og Dee eru annars merkilegt par fyrir þær sakir að þau eru “tvíburaparið” okkar (svona eins og “twin-cities”).
Með “tvíburapari” á ég við að: Þau komu til Stanford um leið og við, og bjuggu í sömu blokk og við (við kynntumst þeim í einu blokkar-matarboðinu). Randy er í rafmagnsverkfræði (eins og ég) sem þýddi að ég var alltaf að rekast á hann af og til. Þar sem ég sit svo í óléttujóga einn daginn kemur Dee inn – og er líka ólétt! Þau eignuðust svo stelpu sem heitir Ada í febrúar og fluttust í fjölskylduhúsnæði á kampus og búa núna hinum megin við götuna frá okkur. Ekki nóg með það, heldur er Ada á sama leikskóla og Anna – bara í hinum ungbarna”bekknum” – og líka bara eftir hádegi!!! Frekar skondið dæmi!