Sunnudagur 24. október 2004
Endurfundir
Hún Anna hélt áfram að vera með hita alla helgina, en hann var kominn niður í 38 stig í eftirmiðdaginn í dag, þannig að við fórum galvösk til Guðrúnar og Snorra í matarboð. Hjá þeim gista nefnilega þessa dagana þær Elsa og Kristborg sem bjuggu hérna úti þar til fyrir ári síðan. Elsa var í vinnuferð í Madison og þar sem það er ennþá kennaraverkfall heima þá kippti hún Kristborgu bara með! 🙂
Til að fylla endanlega húsið hjá G&S;, þá voru Soffía og Ágúst líka mætt með þrjú af sínum börnum þannig að þá var heldur betur kátt í höllinni í Fremont! 🙂 Maturinn var ljúffengur að venju en G&S; játuðu að við værum með heldur skakka mynd af þeirra matarvenjum, því við fengum alltaf “alvöru” mat þegar við kæmum í heimsókn. Ástandið er víst orðið svo slæmt að einn daginn þegar þau tóku sig til og elduðu “alvöru” mat þá spurði Sif (dóttir þeirra) hvenær gestirnir kæmu…! 🙂 🙂