Mánudagur 25. október 2004
10 mánaða
Í dag á Anna 10 mánaða afmæli og í tilefni af því skellti ég henni á vigtina og mældi lengdina. Hún mældist 8.95 kg (19.7 lbs) og 74 cm (29 inches) sem er rétt fyrir ofan meðallag í þyngd (búin að vera með endalausar magakveisur og flensur)og fyrir ofan 75% línuna í lengd á þessu grafi.
Roseola infantum – Mislingabróðir
En þar með er ekki allt upptalið. Í morgun mældist hún hitalaus, en í staðinn voru komin útbrot á bringuna á henni og út um allt bakið! Ég hringdi á spítalann og fékk að vita að hún væri líklega með lokastigið á “roseola infantum” og að útbrotin ættu að hverfa fljótlega. Á meðan sitjum við uppi með pirraða Önnu sem hefur litla sem enga matarlyst… 🙁
Bæbæ “tveggja ára regla”
Það síðasta sem er að frétta héðan í dag er að í dag kom bréf frá INS um að þeir hefðu samþykkt að aflétta af okkur “tveggja ára heimferðarreglunni” sem ég var með á bakinu út af Fulbright-styrknum. Þetta þýðir reyndar ekki að við séum að hugsa um að setjast hérna að, heldur þýðir þetta að Finnur getur farið á sitt eigið atvinnuvísa á næsta ári, því hann getur ekki fengið atvinnuleyfi í gegnum mig í meira en fjögur ár…