Fimmtudagur 28. október 2004
Læknisskoðun
Ég fór með Önnu í “9 mánaða” læknisskoðunina í morgun. Hún mældist (æsispenndi ekki satt?!) 8.85 kg og 76 cm og heldur áfram að vera rétt fyrir ofan meðalþyngd og í 90% grúppunni hæð… Annars var læknirinn bara voða ánægður með hana, öll útbrotin voru horfin í gær svo hún var bara í nokkuð góðu skapi. Skapið versnaði snögglega þegar hún fékk flensusprautu og síðan tóku þeir blóðprufu til að athuga blóðið og mæla blýmagn. Ekki gaman!
Merkilegt nokk þá er nýbúið að flytja barnalæknastofurnar í alveg nýtt og flott húsnæði, en ég komst fljótlega að því að það hafði gleymst að útbúa herbergi þar sem maður getur gefið brjóst..!! Ég endaði því á því að sitja upp við vegg við einn útganginn – því það var ólíft í biðstofunum út af hávaðasömum sjónvörpum!…
Anna fór annars á leikskólann núna áðan í fyrsta sinn í viku, og virtist bara sátt. 🙂