Fimmtudagur 23. september 2004
Anna stendur
Síðan í byrjun þessarar viku hefur Anna verið að æfa sig að standa án stuðnings! Þetta byrjaði á því að hún var að leika sér í rúminu okkar (uhhh… ég nennti ekki á fætur). Það vill svo til að á bak við hurðina í svefnherberginu er stór spegill og Anna veit fátt skemmtilegra en spegla. Þar sem hún var að reyna að klifra yfir mig til að komast nær speglinum þá tók hún upp á því að ýta sér upp með höndunum og standa! Núna er hún komin upp í að standa stundum óstudd í allt að 4-5 sekúndur! 🙂 Hún er hins vegar ekki komin svo langt að vilja “ganga með” en á móti kemur að hún gengur meðfram hlutum… Það er voða gaman að þessu! 🙂
Í öðrum fréttum er u.þ.b. ekki neitt. Ég meikaði að skokka (mjööög hægt) 2 km í dag og át svo yfir mig af pizzu í kvöldmat. Grrrr. Það hefur gengið hægt að vinna, ég vann á mánudaginn, þriðjudagurinn fór í kvenfélagsstörf og ég svaf í gær… Það gerðist reyndar smá vinna í dag – en ó, boy, heimildar-ritgerðir eru sársaukafullar!