Þriðjudagur 29. september 2004
Systrafundur
Í dag fékk ég að mæta með Önnu klst of snemma á dagheimilið áður en ég þaut niður í skóla til að taka þátt í að taka á móti nýju stelpunum í deildinni. Það eru einhvernar 25-35 stelpur að byrja, og partur af kvenfélaginu okkar er að para þær sem vilja við “stórar systur”, þ.e. eldri nema, í þeirri von að dvöl þeirra verði ánægjulegri og að þær gefist ekki upp og yfirgefi okkur “of snemma”.
Það vorum amk 30 stelpur mættar, bæði “litlar” og “stórar” systur og áður en yfir lauk þá var búið að para þær flestar saman. Eini gallinn var að hlutirnir gerðust svo hratt að það náðist ekki að skrifa öll pörin niður á blað, en það reddast vonandi! En þetta gekk sem sagt nokkuð vel og ég á núna litla systir sem heitir Kim. 🙂
Svefnmál
Að allt öðrum málum. Hún Anna er núna alfarið farin að sofa í rúminu sínu. Stóra breytingin frá því hvernig þetta var í upphafi er sú að núna sofnar hún yfirleitt á meðan hún drekkur hjá mér, og vaknar ekki þegar ég set hana í sitt rúm. Mikill munur þar. Hún er hins vegar ennþá að vakna á nóttunni og ég vakna með og gef henni að súpa ef snuðið dugar ekki. Ég held að ég nenni ekki að reyna að fá hana til að drekka ekkert á næturna því það kemur alltaf eitthvað upp á: magakveisa, kvef eða ég-veit-ekki-hvað og þá ruglast allt kerfið. Síðasta nótt var annars ágæt, ég náði 2×3 tíma lúrum… 🙂