Fimmtudagur 5. ágúst
Bííb, bííb, bííb…
Við erum að hugsa um að setja svona viðvörunarbííb á Önnu Sólrúnu eins og þeir eru með á vöruflutningabifreiðunum… Hún er nefnilega farin að skríða – afturábak! 🙂 Hún uppgötvaði sem sagt að hún getur lyft upp annarri hendinni þegar hún er uppi á fjórum fótum, en einhverra hluta fer hendin svo ekki fram fyrir hina hendina, heldur fyrir aftan hana, og voila! Anna bakkar! 🙂
Dagurinn í dag var annars þriðji dagurinn sem við skildum hana eina eftir á leikskólanum, við erum að venja hana við ooooofurhægt. Þannig er hún búin að vera það í svona 2 klst í þessari viku, en í næstu viku ætlum við að athuga hvort hún vilji ekki bara sofa eftirmiðdegislúrinn sinn þar líka. Spennó! 🙂
Eitthvað gengur hægt í vinnumálum hjá mér – ég strumpaði smá í dag, en betur má ef duga skal! En hvað getur maður gert þegar yfirmaðurinn er aldrei við, hann er alltaf á endalausu ferðalagi…?!?! 🙂