2004-08-06Uncategorized Standard
Föstudagur 6. ágúst 2004
Veikindi
Anna fékk hita í nótt. Hún grét af og til og vildi ekki snudduna sem gerði lífið erfiðara. Það var svo ekki fyrr en núna í morgun að ég uppgötvaði loksins að hún var stífluð í nefinu og því gat hún ekki sogið snudduna (ekki hægt að sjúga og anda í einu). Hún sofnaði aftur og ég skaust út í búð til að kaupa birgðir fyrir “þú ert að fara að gifta þig” hádegis-samfagnaðinn sem við ætlum að halda fyrir Kerri á eftir. Var að koma aftur og komst þá að því að Steinunn er líka veik! Greinilega einhver leikskólapest… 🙁