Miðvikudagur 11. ágúst 2004
Að fara í ferðalag
Eftir annasama daga við skýrsluskrif, þá skilaði ég henni af mér í dag og fór svo að kaupa mér kjól fyrir giftingaræfinguna og grillveisluna sem fylgir á föstudaginn. Ég er nefnilega að fara að fljúga á morgun til Conneticut, sem er hinum megin í USA. Ferðin á eftir að taka mig heila átta tíma… og ég lendi þar á miðnætti. Á föstudaginn held ég að við förum í tásnyrtingu og svo er æfingin klukkan fimm um daginn (eins gott að mæta, ég kann ekkert að vera brúðarmey!) og svo er giftingin daginn eftir klukkan 3.
Að giftingu lokinni er veisla sem stendur til hálf tíu um kvöldið, þá skrölti ég í rúmið (mun sofa heima hjá Kerri, nice! :), svo er morgunverður daginn eftir og svo fer ég í loftið klukkan 2 eftir hádegi. Lendi hérna í Kaliforníu klukkan átta um kvöld. Það verður skrítið að vera Önnu-laus… en ég held að Steinunn og Finnur ættu alveg að ráða við þetta. Þau eru með slatta af frosnum brjóstamjólkur-kubbum í frystinum, og svo er nú alveg kominn tími á að Anna litla fái þurrmjólk!! 🙂
Spennandi dagar framundan! (Mínus flugferðalögin… og það að ég sé ennþá með hálsbólgu og nefstíflur… 🙂