Sunnudagur 15. ágúst 2004
Flúnkuný brúðhjón
Í gær giftust Kerri og John við mikinn fögnuð viðstaddra! 🙂 Við stelpurnar vorum í hárgreiðslu og meiköppi frá 9-12 um morguninn og síðan var farið aftur “heim” og í kjólana. Athöfnin byrjaði klukkan 3, og var bara brúðkaup, engin messa, og því stóð það stutt yfir. Að henni lokinni (og reyndar fyrir hana líka í heimahúsinu) var myndataka í ææææðislegum garði áður en við fórum í veisluna og hittum alla 120 gestina. Maturinn var æææði, tónlistin góð og allir dönsuðu eins og hirðfífl til klukkan 9 (djö eru ítalskar fjölskyldur skemmtilegar! :). Þá var eldra fólkið kvatt og ynga liðið gekk niður í miðbæ Wallingford þar sem við hengum til 2… Þegar “heim” var komið tók það mig dágóða stund að ná öllum 48 hárspennunum úr kollinum á mér – en það tókst! 🙂
Ég skreið síðan fram úr rúmini tæplega 10 í morgun, þá var öllum boðið í bröns heima hjá Kusza fjölskyldunni (þar sem ég gisti) en ég fór síðan á flugvöllinn á hádegi. Flugið til Kaliforníu gekk mjög vel, stoppaði í klst í Dallas, og náði svo að klára bókina mína “Fast Food Nation” (mæli MJÖG mikið með henni) í seinni fluginu. Ég lenti svo klukkan hálf átta um kvöld að Kaliforníutíma og Finnur, Steinunn og Anna náðu í mig á flugvöllinn.
Ég get annars svarið það… Anna hefur STÆKKAÐ síðan ég sá hana á fimmtudaginn. Svo er mér tjáð að hún hafi byrjaði að skríða um helgina. Þess fyrir utan lærði hún að sitjast sjálf upp í byrjun síðustu viku, og núna setur hún hendurnar upp í loftið þegar maður spyr “Hvað ertu stór?” því hún er “Svooona stór!”. Svo hermir hún eftir manni að klappa saman lófunum og kann að “gimmí fæv!”. Hvað myndi hún gera án hennar Steinunnar?!?! 🙂 Ég hlakka ekkert smá til að sjá hana skríða á morgun, hún fór eiginlega bara beint í rúmið þegar við komum heim! 🙂