2004-07-01Uncategorized Standard
Miðvikudagur 30. júní 2004
Magakveisa
Þar sem að Anna hélt áfram að öskra á brjóstið í dag, hringdi ég á svona “upplýsingalínu” fyrir foreldra og talaði við hjúkku. Hún togaði fljótlega upp úr mér að Anna hefði ælt í gær (magainnihaldinu eins og það lagði sig – sweet potatoes var það heillin) og að hún hefði verið með hálfgerðan niðurgang undanfarið og kvað því upp þann dóm að Anna væri líklega með vírussýkingu í maga – sem sagt magakveisu. En þar sem einkennin eru ekki mjög alvarleg þurfum við víst bara að lifa í gegnum þetta og passa að hún ofþorni ekki. Gaman, gaman. Henni virðist samt sem betur fer ekki vera neitt ill í maganum almennt, en hjúkkan sagði að innyflin hreyfðust þegar hún drykki, og þá kæmi verkur…? Litla greyið… 🙁