Föstudagur 2. júlí 2004
Er bergmál hérna inni?!
Hvað á maður að segja um grillveislu þegar 2(S,U) af 6 veislugestum eru þegar búnir að segja frá henni?!!?! 🙂 En þetta var fjör og gaman, sérstaklega hlógum við að Steinunni sem lá svo mikið á að gera í Sequence að hún gerði of snemma fjórum sinnum!! 🙂 …tíhíhí… 🙂
Af magakveisu Önnu er það að frétta að henni virðist líða miklu betur, hún er amk hætt að slást við mig þegar ég gef henni að drekka sem er heilmikill munur. Svo er hún farin að sofa aðeins betur – og núna er bara að fara að að gefa henni krukkumat aftur. Í Dag kíktum við svo í heimsókn til Daníels Andra og þau skríktu að hvoru öðru í góða stund. Þá kom í ljós að Anna er bara orðin nokkuð lunkin við að sitja, hún getur setið alein í góða stund, en á það til að spyrna sér aftur á bak og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum.
Nú er svo 3ja daga helgi framunda (frí á mánudegi út af 4. júlí) og þá er planið að kaupa stærri bílstól, Steinunn ætlar í rússibanagarð og hver veit nema við setjum nýjar myndir á netið!!! 🙂