Miðvikudagur 7. júlí 2004
Bumpy dagur
Ég fór í skólann í dag upp úr hádegi, hitti stelpurnar (við erum að stofna formlegt rafmagnsverkfræði-stelpu-félag), svo var hópfundur og síðan reifst ég og skammaðist á skrifstofunni út af óréttlæti heimsins (lesist: Hrefna kvenrembaðist) í klst. Þá kom meðal annars í ljós að Fayaz skrifstofufélaga finnst það alveg eðlilegt að konur fái minna borgað en menn… urrrdannbíttann…
Þegar heim var komið var Anna nokkuð kát – en ennþá með harðlífi eftir gulrætur gærdagsins (perur í dag – takk Guðrún og öll hin). Sem betur fer losnaði um stífluna og hún fór glöð (og hljóðlát, þvílík gleði, ég veit ekki hvað ég lifi af marga meltingarveisu-svefn-bardaga í viðbót…) að sofa klukkan 8. Við héldum að þar með væri hún farin að sofa fyrir nóttina, en nei, upp úr 9 vaknaði hún upp með ramakveini og neitaði að fara aftur að sofa. Hún fékk því að vaka allt kvöldið á meðan við horfuðm á “Love, Actually” – sem var við hæfi því þau Deirdre og Matt voru að trúlofast um daginn! Allir saman nú…awwww 🙂
Eftir að meltingarkerfið hafði skilað sínu og myndin búin, skriðum við síðan öll í rúmið um miðnætti… geeeeeissspp! 🙂