Miðvikudagur 14. júlí 2004
Leikfélagi
Í dag kom hann Daníel Andrí og lék við Önnu Sólrúnu í klukkustund rétt á meðan pabbi hans fór í vinnuna og mamma hans kom úr vinnunni. Það fór vel á með þeim, Anna virtist amk voða glöð að hafa einhvern annan að leika við en þessar hundgömlu konur sem eru með hana alla daga! 🙂 Daníel Andri kemur svo aftur á morgun og verður í ca. tvo tíma hjá Steinunni.
Tíminn virðist annars vera á hraðstillingu þessa dagana, þeir líða hjá á sekúndubroti! Ég náði samt að kaupa farmiða og skó til að vera brúðarmey við brúðkaup Kerriar og Johns í ágúst (víí! 🙂 – ég fer á fimmtudegi um hádegi og kem aftur um kvöldmatarleytið á sunnudegi. Brúðkaupið er á austurströndinni og ferðalagið tekur um 8 klst hvora leið, svo við ákváðum að vera ekkert að draga restina af fjölskyldunni með.
Af Önnu Sólrúnu er það að frétta að hún er farin að reisa sig upp á hnéin og er greinilega að gera sig tilbúna til að fara að skríða á hverri stundu! Af svefnmálum er það að frétta að út þessa viku ætlum við að gefa henni vatnspela þegar hún vaknar á nóttinni og sjá hvort líkaminn hennar fatti á endanum að það er enga næringu að fá að næturlagi… Það tókst að gefa henni vatn í eitt skiptið í gærnótt – við sjáum hvað setur í nótt.