Fimmtudagur 22. júlí 2004
Sprautur… 🙁
Í dag fór Anna í “6 mánaða” skoðun hjá barnalækninum. Hún er komin með nýjan barnalækni því sá gamli “útskrifaðist” og fór að vinna annars staðar. Sá nýi var ágætur, sagðist vera 3ja barna faðir (stór plús, hinn átti bara hund) og hann virtist voða ánægður með Önnu litlu. Sérstaklega var hann kátur þegar hún veifaði til hans, eitthvað sem hún gerði fyrst í morgun! Hann hlóð annars á okkur lofi líkt og gamli læknirinn gerði, ég velti því stórlega fyrir mér hvað maður þurfi eiginlega að gera til að fá ekki allt þetta lof?!?
Áður en við hittum lækninn þá var Anna reyndar mæld af hjúkku, og það gekk ekki alveg þrautalaust. Fyrst las hún 8.3 kg af vigtinni í staðinn fyrir 8.05 kg (ok, ekki mikill munur en samt… Það tók smá tíma að sannfæra hana um hvernig ætti að lesa af vigtinni, hún las litlu 20 gr strikin sem 100 gr strik…). Síðan sagði hún Önnu vera 66 cm, sem þýddi að hún hefði ekkert vaxið í 2 mánuði en hún reyndist 70.5 cm í næstu tilraun! 🙂 Höfuðummál reyndist 44 cm. Í lokin fékk hún 4 sprautur og það var ekkert gaman… 🙁
Á kúrfunni okkar er hún í góðum málum lendgarlega séð, en hún er ekki alveg að þyngjast nógu vel, enda kannski ekki von eftir magapestina forðum daga og sveppasýkinguna. Síðan ældi hún í gær eftir að ég reyndi að byrla henni stappað avakado (kúgaðist við fyrsta bita, við reynum aftur eftir mánuð), síðan skafað epli (gekk ágætlega í byrjun en fljótlega kom allt upp aftur) og eftir skál af graut fékk hún seríós sem fór allt öfugt ofan í hana og lokkaði upp grautinn… Jájá, hún er ekki tilbúin að byrja að tyggja hluti! Æ gett itt!! 🙂 Í dag borðaði hún hins vegar sinn fyrsta stappaða banana (vildi ekki sjá hann fyrir mánuði síðan) og við vorum voða glöð með það. 🙂