Fimmtudagur 29. júlí 2004
Finnur þrítugur!!!
Það hlaut að koma að því… Finnur er orðinn þrítugur!! Gamall!! Eldri!! Elstur!! 🙂 En alltaf jafn sætur… 🙂 Anna hélt upp á afmæli pabba síns með því að vakna klst fyrr en venjulega til að leika við hann áður en hann færi í vinnuna. Við hin ætlum að halda fyrir hann veislu á laugardaginn hérna í garðinum! 🙂
Í ekki-afmælisfréttum þá fór ég í gær til að láta þrengja brúðarmeyjarkjólinn minn (bara 2 vikur í brullaupið). Til þess tók ég með mér “únderwúnderið” mitt, svona hólk út teygjuefni sem nær frá hlýralausa brjóstahaldaranum niður á mið lærin. Aðra eins keppahaldara-flík hef ég aldrei farið í áður… talandi um að líða eins og rúllupylsu… en eitthvað verður maður að gera þegar brúðurin sjálf er búin að hrynja niður í þyngd á undanförnu ári fyrir brúðkaupið… Eftir þetta skruppum við stelpurnar (Una, Steinunn og ég) í Ikea – og ég var sú eina sem keypti eitthvað… #andvarp# 🙂