2004-06-03Uncategorized Standard
Fimmtudagur 3. júní 2004
Steinunn komin!
Hún Steinunn, tvítug systir Finns, kom fljúgandi frá Íslandi (í flugvél að sjálfsögðu) í gærkvöldi og mun dvelja hjá okkur í allt sumar. Húrra fyrir því! 🙂 Ferðalagið gekk víst bara vel og nú er bara um að gera að setja hana í að þvo íbúðina með tannbursta, lakka skóna okkar og… og… hehe 🙂
Annars tókst mér að klára síðasta kúrsinn minn núna á mánudaginn þegar ég skilaði inni lokaverkefni sem ég átti að klára síðasta vor, en gerði ekki út af óléttu-orkuleysi. Þar með er ég loksins búin með alla kúrsa og bara “rannsóknir” eftir… eða “rrraaaaannnsssóóókknirrrr…?” eins og það heitir á mínu heimili… 🙂