Mánudagur 7. júní 2004
Stúss
Ég fór til húðlæknis í morgun sem kíkti á mína skrilljón fæðingabletti (og spjallaði um vetnisnotkun á Íslandi í leiðinni) og sagði mér að nota sólarvörn og hatt. Ég á svo að koma aftur eftir ár. Steinunn passaði Önnu frammi á meðan og var spurð nokkrum sinnum hvað dóttir hennar væri gömul… 🙂
Síðan keyptum við okkur samlokur sem við borðuðum með Kerri áður en við löbbuðum til húsnæðisúthlutunarþjónustunnar (housing assignment services) sem er búin að vera með allt á hælunum í vor. Tölvukerfið hefur ekki verið að virka svo ég þurfti að mæta “in person” til að skrifa undir samning. Ennþá er ekki ljóst nákvæmlega hvert við flytjum, þær sögðu að við myndum líklega ekki fá að vita það fyrr en daginn sem við fáum lyklana afhenta…
Svo þutum við stelpurnar heim því að “landlady-in” ætlaði að koma að kíkja á íbúðina. Hún kom, gaf nokkrar tillögur um hvernig ætti að hreinsa hitt og þetta, og svo var hún farin… Eftir þetta lögðum við okkur bara og svo eldaði Finnur dýrindis kvöldmat. Þau systkin spiluðu spil fram á kvöld á meðan ég las fréttir á NY Times. Ljúft líf. 🙂