Föstudagur 11. júní 2004
Leikskólapláss
Í dag samþykktum við leikskólapláss (hálfan daginn, 5 daga í viku) fyrir Önnu á CCSC, sem er leikskóli við hliðina á þar sem við komum til með að búa. Við erum glöð að hafa komist inn, en því miður er þetta eiginlega aðeins of snemmt. Við hefðum getað neitað því, en þá hefði verið limbó með að komast inn í september því þá vilja allir aðrir lika byrja. Plássið losnar sem sagt 1. júlí, sem er of snemmt því í fyrsta lagi þá er Steinunn ennþá hjá okkur og í öðru lagi er Anna ennþá óttalegt brjóstabarn, en til að halda plássinu samþykktum við að borga fyrir júlí þótt við komum voða lítið til með að nota pössunina. Við eigum líklega eftir að byrja aðlögun í alvöru í ágúst, þ.e. “einn dagur á leikskóla, 6 dagar heima með kvef”… 🙂
Við hefðum reyndar komist örugglega (og aðeins seinna) inn í annan leikskóla á kampus, en hann er bæði lengri í burtu frá okkur, og líka dýrari…