Mánudagur 14. júní 2004
Kassar út um allt
Við byrjuðum að pakka um helgina og núna eru kassar hér og þar í íbúðinni. Ég get ekki gert upp við mig hvort við eigum að byrja að pakka eldhúsinu og fötunum og vera þá búin, eða bíða þar til á föstudaginn. Á meðan höfum við verið að taka til og henda draslinu sem við höfum sankað að okkur á þeim þremur árum sem við höfum búið hérna. Á miðvikudaginn er svo von á Hollu og Óla, margbitnum og magabiluðum frá Suður-Ameríku, það verður gaman! 🙂 Ég get ekki beðið eftir að fá að sjá allar myndirnar!!! 🙂
Nýjasta nýtt
Það nýjasta nýtt hjá Önnu Sólrúnu er að liggja á maganum og lyfta sér upp með að styðja höndunum í gólfið og rétta úr þeim. Stundum sleppir hún svo höndunum og ruggar á maganaum – það er sko fjör! 🙂 Um daginn tókst henni svo loksins að velta sér frá maga yfir á bak, en hún hefur ekki endurtekið það síðan. Svo er hún farin að sitja betur, hún hrynur ekki beint niður um leið og maður sleppir henni, heldur sígur niður hægt og rólega. Hún er líka voða kát oft og skemmtileg, en hefur verið pirruð í maganum undanfarið eftir að við fórum að gefa henni graut. Við byrjuðum á Gerber hrísgrjónagraut og núna erum við að prófa að gefa henni Gerber hafragraut sem hún borðar með sæmilegri lyst. En meltingakerfið er ennþá að átta sig á þessu… Hún sefur svona lala, vaknar ennþá alltof oft á næturna fyrir minn smekk, en ég nenni ekki að gera neitt “drastískt” í því fyrr en við erum búin að flytja á laugardaginn.