Sunnudagur 20. júní 2004
Hreingerningaræði
Fyrst af öllu: Til hamingju með afmælið mamma! 🙂
Í öðru lagi: Eftir að hafa borðað fínan grillmat og spjallað við aðra Íslendinga á 17. júní hátíð Íslendingafélagsins eftir hádegi, þá fórum við stelpurnar að hreinsa gömlu íbúðina og strákarnir (Finnur og Óli) að sækja rúmið góða sem okkur hafði verið lofað. Allt of mörgum tímum seinna komum við stelpurnar aftur heim þar sem strákarnir höfðu endurraðað húsgögnunum í stofunni. Nú eru ekki eins þröngt á þingi. Síðan var farið út í búð og eftir það eldaði Finnur ljúffengan pastarétt. Núna eru hendurnar hins vegar stífar af hreingerningarlegi og neglurnar eru hálfskrítnar líka. Og ég er ekki frá því að ég hafi hlotið smá lungnaskemmdir af clorox-klór-spreyinu… jökkbara! (Það dugar samt ekkert betur á bleiku bakteríuröndina í kringum baðið.. 🙂
Á morgun er síðasti dagur Hollu og Óla. Þau ætla að fara með Finni í rússibanagarð, en Steinunn þarf að vera heima á morgun, því ég verð á ráðstefnu í skólanum meira og minna allan daginn (website by yours truly :). Síðan gerum við eitthvað skemmtilegt um kvöldið… 🙂