Þriðjudagur 29. júní 2004
Bætt við í búið
Um helgina fóru Finnur og Steinunn og náðu í grill, hjól og örbylgjuofn sem Jónína og Eggert voru svo góð að gefa okkur því þau eru að flytja til Íslands í þessum skrifuðum orðum. Við þökkum kærlega fyrir það! 🙂
Í gær kom svo leyniþjónustumaður (eða eitthvað þvíumlíkt) og spurði mig um hann Todd vin okkar, hann er nefnilega að vinna hjá fyrirtæki sem vinnur fyrir herinn og því þarf hann svona leyndamálaleyfi… 🙂 Ég var voða jákvæð og sagði hann vera mjög föðurlandselskan! 🙂
Í öðrum fréttum er að seinna í dag fer ég í tvöfaldan leikfimitíma, pilates og svo jóga á eftir, og nú er að sjá hvernig Anna litla bregst við. Í síðustu viku var hún nefnilega með uppsteyt (lesist: hver gjöf var barátta) í heila tvo daga á eftir, mögulega vegna þess að bragðið af brjóstamjólkinni breytist þegar móðurvitleysingurinn fer í leikfimi (það er sko mjólkursýra sem safnast upp í vöðvunum…) Þetta verður sem sagt fróðlegt…
Annars er lítið í fréttum, Steinunn fer yfirleitt með Önnu út í stuttan göngutúr á daginn, og ég þarf að passa mig á því að kíkja út úr húsi líka… Auðvelt að festast inni þegar maður er að reyna að “vinna” og heldur að hver mínúta fyrir framan skjáinn sé voðalega verðmæt… Duh.