2004-05-03Uncategorized Standard
Sunnudagur 2. maí 2004
Fyrsti pelinn
Í dag opnaði ég loksins brjóstapumpuna sem við keyptum fyrir einhverjum mánuðum og eftir að hafa þvegið hana og soðið í 10 heilar mínútur prófaði ég loksins græjuna. Það tókst að fá fram eitthvað af mjólk sem Finnur gaf Önnu í pela skömmu síðar. Hún tók pelann eins og ekkert væri og drakk síðan af brjóstinu síðar um daginn svo hún virðist ætla að ráða við bæði kerfin – phew! 🙂 Stefnan er að koma pumpunni nógu vel í gagnið til að ég komist Önnu-laus í saumaklúbb þann 14. maí… 🙂