Föstudagur 7. maí 2004
Vikan búin
Allt í einu er kominn föstudagur, og ekki hef ég nú afrekað mikið í þessari viku. Hef verið helst til þreytt en það tekst vonandi að vinna á því böli um helgina. Annars skrifaði ég í gær undir að við myndum flytja út úr þessari íbúð þann 21. júní næstkomandi. Við ættum að komast inn í háskólakerfið fyrir þann tíma.
Annað markvert sem gerðist í gær var að við heimsóttum Sigga og Jennifer og horfðum á lokaþátt Friends hjá þeim. Ótrúlegt að Friends hafi verið gangandi í 10 ár… en kannski er ótrúlegra að síðan að við fluttum til USA höfum við varla horft á einn einasta þátt!! Hver nennir að horfa á 20 mín gamanþátt með öllum þessum auglýsingum? 🙂
Smá skilaboð í lokin… 🙂
Have you heard of the NO-CARB Diet for 2004?
NO C-heney
NO A-shcroft
NO R-umsfeld
NO B-ush
and “Absolutely NO RICE!”
This is a diet that will take you successfully through the next election. Pass it on to your friends.