2004-05-12Uncategorized Standard
Miðvikudagur 12. maí 2004
Gestir!
Hólmfríður og Óli mættu til okkar í gær eftir risa-ferðalag frá Íslandi. Þau stoppuðu í Englandi fyrst og svo millilentu þau í Houston á hinum svakalega lekkert (not) flugvelli Georgs Bush. Á einhvern ótrúlegan hátt náðum við að halda þeim vakandi til miðnættis, svo þau eru búin að snúa sólarhringnum við bara einn-tveir-og-þrír! 🙂
Planið í dag er að fara upp í borg, sjá hina gylltu brú og mögulega geltandi sæljón og þetta “týpíska”… 🙂