Þriðjudagur 25. maí 2004
Anna Sólrún er 5 mánaða í dag
Í dag fórum við mæðgur á flakk og fyrsta stopp var hjá Guðfinnu þar sem við grömsuðum í barnafatahrúgunni hennar. Upp úr því höfðum við heilan plastpoka af stelpufötum sem ættu að koma sér vel á næstunni. Því næst lá leiðin í Ikea þar sem ég uppgötvaði að stóllinn sem ég ætlaði að kaupa var ekki til. Í staðinn keypti ég hnífa og annað smádót í eldhúsið. Eftir smástopp í CostCo að kaupa bleiur enduðum við í vinnunni hjá Finni þar sem við erum ennþá. Anna vekur alltaf mikla athygli þar og fólk hópast í kringum hana, sem henni þykir ekkert verra.
Annars klipptum við hárið á henni í fyrsta sinn á sunndaginn og í öðrum óspurðum fréttum þá lítur út fyrir að við flytjum þann 19. júní. Ég á að hafa samband í næstu viku til að sjá hvort þá sé nokkur séns fyrir okkur að flytja fyrr. Á morgun fer Anna í 4ra mánaða læknisskoðunina og fær fjórar sprautur… 🙁 Þá ætla ég að nota tækifærið til að ræða svefnvenjur Önnu sem hafa snarversnað upp á síðkastið. Núna vaknar hún grimmt á 2ja-3ja tíma fresti alla nóttina og vill fá að súpa. Kannski að við byrjum að gefa henni graut eða eitthvað á kvöldin til að fylla magann?!…