Miðvikudagur 7. apríl 2004
Komin aftur til USA
Við erum lent og komin heim eftir ferðalagið frá Íslandi. Klukkan er núna um hálf eitt að nóttu til að staðartíma en hálf átta að morgni til á líkamsklukku-tíma. Anna Sólrún var þæg og góð alla leið fyrir utan eitt algjör brjálæðiskast þegar allir voru að fara um borð í Northwest vélina til San Fran. Þá vaknaði hún illilega upp og það tókst ekki betur en svo að hún trompaðist svo rosalega að við höfum sjaldan séð annað eins. Finnur var að fara og fá vatn í bolla (til að dýfa túttunni í…) hjá flugfreyjunum og það dugði. En oh boy oh boy… 🙂
Núna er bara að fara að sofa og reyna að nýta þessa fáu tíma sem hún á eftir af venjulegum nætursvefni til að sofa sjálf. Finnur ætlar nefnilega að mæta í vinnuna á morgun. Ég held að ég ætli ekki að vera jafn dugleg.