Sunnudagur 11. apríl 2004
Gleðilegir páskar
Við héldum páskana hátíðlega með því að taka til í íbúðinni og bjóða Kerri og Augusto & Söruh í mat. John hennar Kerriar komst ekki því hann var að keppa í hjólreiðum eins og hans er vani um helgar. Finnur eldaði dýrindis reykt svínakjöt og alls konar meðlæti, eiginlega var svo mikill matur að það sá varla högg á vatni. Sem sagt skinka í matinn það sem eftir er vikunnar… 🙂
Málshættir ársins voru eftirfarandi:
Finnur Breki: Álnir hamla auðugum að flýja.
Hrefna Marín: Gott er góðum að þjóna.
Anna Sólrún: Segðu ekki allt sem þú hugsar en hugsaðu allt sem þú segir.
Annars er lífið hægt og rólega að falla í fastar skorður eftir flugferðina heim. Það er reyndar búið að taka sinn tíma að snúa sólarhringnum hennar Önnu Sólrúnar við, hún var að sofna allt of snemma og sífellt að vakna á næturna, en núna er hún farin að sofna um leið og við þó svo hún hafi ekki enn sofið í jafn löngum rykk og hún var vön… En þetta er sem sagt allt á réttri leið.