Sunnudagur 25. apríl 2004
Anna fjögurra mánaða
Í dag varð Anna fjögurra mánaða og mældist 6,6 kg og 65,5 cm. Það setur hana á 75% þyngdarlínuna og 95% lendgdarlínuna á barnavaxtargrafinu ágæta, og ætli við unum okkur ekki bara vel við það… 🙂
Deginum eyddum við hins vegar heima hjá Söruh og Melanie, því þar var haldið heljarinnar pizzupartý. Augusto sá um að búa til pizzurnar, sem urðu líklega 10 talsins (!!!) og kom brauðvélin okkar þar víst að góðum notum. Í gær fórum við svo til Concord og hittum Sonju, Clinto og Kamillu sem eru hérna á svæðinu næstu tvær vikurnar. Það var voða gaman að sjá svona “alvöru” fjölskyldu, en ekki þetta blessaða “háskólapakk” sem við umgöngumst svo mikið… 😉 Kvöldinu eyddi ég svo með stelpunum, en það var haldið svona stelpukvöld, aka “úgglenskur saumaklúbbur”. En nú er kominn tími til að fara að sofa. Bögg að það sé mánudagur á morgun… 🙁