2004-03-02Uncategorized Standard
Þriðjudagur 2. mars 2004
Flognir úr hreiðrinu
Sniff, sniff… Þeir feðgar eru farnir til Los Angeles og því afskaplega tómlegt hérna heima. Við ákváðum reyndar að vera svoldið grand á því í dag og fórum öll í myndatöku (með engum fyrirvara, eins og okkar er vani). Við fórum til “The Picture People” og það gékk bara vel, við gengum út seinna sama dag með hrúgu af myndum (7 “pósur”) fyrir tæpa 180 dollara.
Annars byrjaði dagurinn á því að halda upp á afmælið hans Anthony, en hann varð 6 ára í dag! Hann fékk fullt af tölvuleikjum og DVDum og svo ís-afmælistertu! Ég býst við að hann fái meira fínt dót hjá Gunnhildi frænku sinni í Los Angeles!