Föstudagur 12. mars 2004
Út og suður
Þessi vika hefur flogið hjá og það gerði dagurinn í dag líka. Anna Sólrún svaf í 7 tíma í nótt, vaknaði svo og sofnaði aftur í um 3 tíma, sem var gott því á meðan gat ég þvegið þvottavélar og klárað að ganga frá %”$&!$ skattinum hérna í USA. Um hádegið kom Finnur heim til að láta mig fá bílinn og ég skutlaði honum aftur í vinnuna áður en við mæðgur fórum í “mothers and babies” jógatíma sem var alveg þrælskemmtilegur. Ég var búin að gleyma hvað jóga er gott! Við förum örugglega aftur þegar við komum frá Íslandi.
Eftir jógað fór ég aðeins að versla – og svo beint á pósthúsið til að senda %”$&!$ skattskýrslurNAR til “federal” og “state” kerfisins. En þá er það líka búið. Nú eigum við bara eftir þá íslensku og þar með er sá höfuðverkur búinn í eitt ár. Það er ótrúlegt, en við erum að fara til Íslands ekki á morgun, ekki hinn, heldur hinn!!! 🙂