Mánudagur 15. mars 2004
Þráðlaus gleði
Við erum tæplega hálfnuð heim til Íslands og erum sem stendur á Minneapolis-flugvelli þar sem við splæstum $7 á vírlausa nettengingu. Ferðin byrjaði vel, Kerri kom og náði í okkur tæplega 7 og við völdum rétta hraðbraut til að fara á flugvöllinn. Það eina sem við heyrðum í útvarpinu á leiðinni norður á flugvöllinn var nefnilega hvað hin hraðbrautin var gjörsamlega stopp út af slysi þar sem vöruflutningabíll keyrði á vegginn sem aðskilur akstursstefnurnar, og niðursoðnir ávextir flugu út um allt…
Við vorum því mætt á réttum tíma og höfðum tíma til að fá okkur góðan morgunmat. Síðan fórum við um borð í vélina og það heyrðist varla múkk í Önnu Sólrúnu alla leiðina (3 klst flug), enda lá hún í mestu makindum í fanginu á mér á kodda sem við tókum með! 🙂 Reyndar frömdum við hásynd með því að skipta á (ahemm) kúkableiu í sætinu, en ég var þó svo kurteis að bíða þar til gæinn við ganginn var búinn með matinn sinn. En nú erum við sem sagt á jörðu niðri og þurfum að bíða í u.þ.b. 2 tíma í viðbót eftir að fara um borð í vélina og svo held ég að flugið séu 6 tímar… andvarp.
Wireless Joy
We’re third of the way to Iceland! Right now we are in Minneapolis airport and decided to blow $7 on a wireless internet connection. Our trip started splendidly, Kerri came to pick us up just before 7am, and we chose 280 to drive to SFO, which was fortunate since all the way there the only thing on the traffic news was how badly 101 was clogged due to cans of fruit being all over the road up by Redwood City!
So we got there right on time and enjoyed a relaxing breakfast before boarding the plane. Anna Solrun was almost completely silent the whole way (3 hours of flying) and we highly recommend taking a pillow on board for such small babies. We did committ a cardinal sin though, by changing a poopy diaper right there in the seat, but I made sure the guy sitting by the aisle had finished his food, and then Finnur and I covertly wiped Anna and sealed everything in a zip-lock bag. But, as I said, right now we’re on the ground and have about 2 more hours to go before boarding the other plane, and then it’s “only” 6 more hours before landing in Iceland.