Mánudagur 29. mars 2004
Dagurinn eftir skírnina
Í gær skírðum við Önnu Sólrúnu og það gekk bara rosalega vel. Skírnin var haldin heima hjá foreldrum Finns í Mosó og við buðum bara allra nánustu fjölskyldumeðlimum og svo HÓ & HA. Margir gestanna komu með veitingar með sér þannig að ég þurfti ekki að standa sveitt við bakstur í þrjá daga fyrir veisluna – og kann ég veislugestum bestur þakkir fyrir. 🙂 Anna Sólrún hegðaði sér alveg rosalega vel, umlaði bara já þegar presturinn las upp nafnið hennar og sofnaði svo í skírnarkjólnum eins og lög gera ráð fyrir. Við hin átum hins vegar yfir okkur.
Það sem kom kannski mest á óvart að það snjóaði nóttina fyrir skírnina og því var jólabarnið skírt í hálfgerðri jólastemmingu í vorsólinni. Voða rómó það. 🙂 Við erum því miður heilmikið á eftir með að setja myndir á netið… en hann Óli tók myndir sem eru hér.
Christening
We christened Anna Solrun yesterday, and everything went really well. The event was held at my in-laws and we invited just the closest family members, along with four friends. Many of the guests brought food (cakes!) so I didn’t have to stay in the kitchen for three days beforehand…! 🙂 Anna Solrun behaved marvellously, muttered something akin to “yes” when the priest said her name and then fell asleep in her dress afterwards (that’s supposed to be a sign of good luck). We, on the other hand, ate like there was no tomorrow.
The big surprise of the day was that the earth was covered in snow when we woke up Sunday morning. Our Christmas baby was therefore Christened in a very Christmasy setting… All very romantic! 🙂 Here are some pictures that our friend Óli took.