Fimmtudagur 5. febrúar 2004
Anna Sólrún 6 vikna
Í dag er Anna Sólrún 6 vikna, og hefur hingað til haldið upp á það með því að vera steinsofandi – fyrir utan að rétt opna augun til að drekka tvisvar og fara síðan að lúlla aftur! Lífið er sem sagt afskaplega rólegt, en við erum nú samt búin að bralla smá í þessari viku. Á þriðjudagskvöld heimsóttum við Guðrúnu og Snorra og þar vann ég í “Knights & Cities” útgáfunni af Settlers. Í gær, miðvikudag, fórum við mæðgur svo í 20 mínútna göngutúr “niður í miðbæ” og hittum þar hana Sólveigu og borðuðum hádegismat. Hún Sólveig var tveimur árum á undan mér í rafmagnsverkfræðinni, og býr núna hérna með honum Arnari, sem er líka rafmagnsverkfræðingur og vinnur hjá Google. Sólveig hins vegar er að vinna fyrir fyrirtæki í Michigan, sem þýðir að hún er heima hjá sér allan daginn. Okkur fannst því tilvalið að rífa hvora aðra út af heimilinu og anda að okkur (sæmilega) fersku lofti. 🙂