Miðvikudagur 11. febrúar 2004
Hrakin að heiman
Í gær var skipt um heitavatnstankinn í “komplexinu” okkar og þar af leiðandi var vatnslaust frá klukkan 9 um morguninn til klukkan 7 um kvöldið. Það var því lítið annað hægt að gera en að flýja íbúðina og fyrsta stopp dagsins var Ikea! 🙂 Þar keypti ég ýmislegt smálegt, fékk með fínan lax í hádegismat og svo fór ég í “baby care” herbergið til að skipta á Önnu litlu og gefa henni að drekka. Þar tókst henni að pissa á fyrstu samfellu dagsins…
Síðan lá leiðin í Babies’R’Us þar sem ég keypti slatta af fötum og dóti og kláraði gjafakortið sem við fengum frá vinnunni hans Finns. Aftur kíkti ég á “baby care” herbergið og í þetta sinn var hún búin að kúka smá á samfelluna sína…! 🙂 Eftir allt þetta verslunarstúss fór ég til Guðrúnar (hún á heima rétt hjá Babies’R’Us) til að skila smá dóti til hennar. Við ætluðum nú bara að vera “stutt” en á endanum fékk Finnur far úr vinnunni til Fremont, og við eyddum kvöldinu hjá Guðrúnu & Snorra við að spila nýja Mah Jong-ið sem Guðrún keypti um daginn. Á meðan á heimsókninni stóð tókst Önnu Sólrúnu fyrst að pissa í öll fötin sín, og svo kúka í varafötin (!) og kom þá sér vel að vera í heimsókn hjá fólki sem á nóg af barnafötum!!! 🙂 hehe