Miðvikudagur 25. febrúar 2004
Læknisskoðun
Í dag er Anna Sólrún tveggja mánaða og í tilefni af því fórum við með hana í læknisskoðun í morgun. Hún mældist 5,4 kg (11.9 lbs) og 58,5 cm (23 inches) sem læknirinn vildi meina að setti hana í “top 90%” en mér sýnist af grafinu góða að hún sé á 75% línunni… Hvað um það, læknirinn virtist voða ánægður með hana og við ánægð með hann. Undir lokin kom hins vegar hjúkka og sprautaði Önnu með fjórum ónæmissprautum, tveimur í hvort læri og þá var mikið grátið. 🙁 Sem betur fer lagaðist það fljótlega eftir að hún fékk að drekka. Hún var síðan bara í sæmilegu ástandi í dag, tók reyndar nokkrar háværar syrpur á milli lúra en upp úr kvöldmat virtist hún vera hætt að vera aum í lærunum og róaðist við það.
Í öðrum fréttum er að Finnur fór til læknis og var greindur með vírussýkingu og sagt að vera heima og taka það rólega. Og þar sem að það var og er grenjandi rigning hérna (þrumur og eldingar og allt!) þá vorum við bara öll heima í dag og tókum því rólega. Það er spáð rigningu á morgun líka svo við sjáum hvað setur.