Þriðjudagur 6. janúar 2004
Læknisskoðun #2
Í dag var það helst í fréttum að Anna Sólrún flaug í gegnum læknisskoðun númer tvö. Hún mældist 3388 gr. sem er meira en þegar hún fæddist (jei!) og heilum 238 gr. meira en fyrir viku síðan. Það mun vera þyngdaraukning um 34 gr. á dag sem er víst voða ásættanlegt – enda drekkur hún eins og hestur… 🙂
Í gærkvöldi reyndar gerðist það að hún vildi bara ekki sofna, en drakk þeim mun meira. Ég held að orsök óánægjunnar hafi verið að gallinn hennar var of lítill svo litlu tærnar hennar voru af og til í kremju. En sem afleiðingu af vökustaurnum og allri drykkjunni svaf hún í sjö tíma lotu í nótt (!!!) en greyið móðir hennar vaknaði samt á tveggja tíma fresti til að athuga hvort hún færi nú ekki að vakna!! Ég sem sagt vaknaði frekar svefnvana…
Svo komu Kerri og John í kvöldmat. Þau komu með ljúffengan pastarétt handa okkur svo við þyrftum ekki að elda. Linscott (leiðbeinandinn minn) og Margo komu líka við til að kíkja á Önnu litlu en stoppuðu ekki lengi.
Check-up #2
Anna Sólrún breezed through her second check-up at the hospital, measuring 7 pounds 7 ounces, a gain of about 8 ounces in one week, which is perfectly acceptable – and not too surprising since she drinks like a fish… 🙂
Last evening we had trouble getting her to fall asleep but she drank and drank as a result. I think the cause was her pajamas being a little on the shorter side, so her toes got cramped. As a result of all the waking, she slept for 7 hours straight last night, but her poor neurotic mother woke up every two hours expecting her to wake up!! So I was a little zonked in the morning…
And then this evening John and Kerri stopped by. They brought dinner (delicious pasta dish) for all of us so that we didn’t have to cook! Ivan and Margo Linscott also stopped by just before dinner, but didn’t stay long.