Þriðjudagur 20. janúar 2004
Einar heima
Núna er Finnur farinn aftur í vinnuna (búhú) og við mæðgur því einar heima. Reyndar kom Finnur bara snemma heim í gær, og svo kom hann líka núna í hádeginu (sem betur fer er hann bara tæpar 10 mínútur að keyra í vinnuna) þannig að við erum ekki aleinar allan daginn – en það er samt svoldið skrítið að vera svona pabbalaus. Ég þarf t.d. að passa mig á því að borða hádegismat og svona, því í gær var klukkan allt í einu orðin 16 og ég ekkert búin að borða frá því um morguninn. Svona er maður orðinn góðu vanur! 🙂
Annars gengur lífið ágætlega… Ég held að Anna Sólrún hafi/sé að ganga í gegnum einhvern vaxtakipp því allt í einu fór fína “sefur í 2-3 tíma á daginn og 3-4 á næturna” planið allt í rugl og hún fór að sofa í um klst og drekka og drekka og drekka á milli. Síðustu dagar hafa því verið svoldið strembnir, en núna er hún að róast aftur og ég farin að sofa meira… 🙂