Fimmtudagur 29. janúar 2004
Fimm vikna
Í dag er Anna Sólrún fimm vikna gömul sem mér finnst hálf-fáránlegt því það er svo stutt síðan hún fæddist. Ætli tíminn sé ekki kominn á “fast forward” stillingu hér með, og áður en ég veit af verð ég orðin sjötug og komin með hvítt hár?! Annars er lítið í fréttum, afrek dagsins var að setja saman “jogger-kerruna” sem við fengum í “baby shower” hjá Greenborder (fyrirtækinu hans Finns). Það var svo sem ekkert erfitt að setja hana saman – en það tók góðan tíma að plokka allt “bubble-plastið” af henni og klippa burt öll böndin sem héldu henni saman í kassanum.
Sú litla svaf annars vel í dag, ég var dugleg að stinga upp í hana snuddunni sem þýddi að ég fékk frið í afpökkunina. Hún er svona hægt og rólega að verða aðeins meira “vakandi”, farin að horfa á óróann í rúminu sínu og svo getur hún legið í lengri tíma spriklandi án þess að fara að væla.
P.s. bætti Sævari og Írisi við á dagbókarlistann, en Sævar var m.a. með mér í verkfræðinni og býr núna í Þýskalandi. Ruglaði líka aðeins röðinni á dagbókunum til að halda útlínunum á listanum… 🙂