Þriðjudagur 2. desember 2003
Heimadagur
Í morgun hittum við dúluna sem okkur líkaði ágætlega við á dúlukvöldinu um daginn, og eyddum einum og hálfum klukkutíma í almennt spjall um fæðingar og þannig-heit. Okkur líkar báðum við hana, hún er svona jarðbundin týpa, á þrjú uppkomin börn og hefur verið viðstödd um 40 fæðingar. En ég er samt ekki ennþá á því að við ættum að ráða til okkar dúlu (kostnaður upp á $800 = kr. 60.000 er minn helsti þyrnir í augum) en það er sama við hvern maður talar, allir (ljósmæðurnar, jógakennarinn, jógafélagarnir…) eru á því að það væri voða sniðugt, sérstaklega þar sem ég virðist ekki fúnkera neitt sérstaklega vel í spítalaumhverfinu…
En sumsé, ég sagðist þurfa amk viku til að hugsa mig um (það er vika eftir af skólanum og ég hef öðrum hnöppum að hneppa en að fara í tilvistarkreppu yfir þessu) þannig að þannig endaði það.
Svo fór Finnur í vinnuna og ég heim að leggja mig áður en ég byrjaði loksins á plaggatinu sem ég þarf að vera búin með fyrir næsta þriðjudag. Ekki má gleyma stuðinu við að safna þvagi dagsins í plastdúnk… 🙂 Dagurinn endaði á jóga-tíma (ahhhh… 🙂 og svo jólagjafaleiðangri í Target. Ég er ekki frá því að við séum næstum búin að redda öllum gjöfunum sem senda þarf til Íslands! Jibbbííí! 🙂